Skilmálar

Almennt
Allar upplýsingar á vef Bestíu, þ.m.t. birgðastaða og verð eru birt með fyrirvara um villur. Bestía áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, breyta verði eða afhendingartíma sem og hætta sölu á vöru fyrirvaralaust. 

 

Afhending vöru
Vörur Bestíu er dreift af Póstinum. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru frá Póstinum. Bestía ber samkvæmt þeim enga ábyrgð á hverskonar tjóni sem kann að verða á vöru við flutninga. Verði vara fyrir tjóni eftir að hún fer frá vöruhúsi Bestíu er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

 

Skilafrestur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er veitt að fullu eða afhending á sambærilegri vöru óski kaupandi eftir því innan 14 daga. 

 

Gölluð vara
Ef um gallaða vöru er að ræða er viðskiptavinum boðið nýtt eintak af sömu vöru ef ekki er liðið meira en ár frá kaupum vörunnar. Staðfesting á vörukaupum með dagsetningu verður að skila áður en nýtt eintak er afhent.  

 

Ábyrgð
Ábyrgð Bestíu hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru sem eðlilegt þykir.

 

Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

 

Greiðsla
Greiðslu getur kaupandi innt af hendi með millifærslu eða greiðslukorti.

 

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

 

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er birtur við pöntun vöru og fer eftir afhendingarmáta sem viðskiptavinur velur.

 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

Notkun á persónuupplýsingum
Bestía afhendir þriðja aðila aldrei persónuupplýsingar af neinu tagi um viðskipta vini sína. 

 

Varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.